Pink með kórónuveiruna

Pink greindist með veiruna en hefur jafnað sig.
Pink greindist með veiruna en hefur jafnað sig. AFP

Tónlistarkonan Pink greindi frá því í gær að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Hún biðlar til aðdáenda sinna um að halda sig heima til þess að verjast veirunni. 

Pink segir í færslu á Instagram að hún og þriggja ára gamall sonur hennar Jameson hafi sýnt einkenni veirunnar fyrir tveimur vikum. Sem betur fer hafi þau komist í sýnatöku og greindist hún með veiruna. 

„Við fjölskyldan höfðum sem betur fer haldið okkur heima fyrir það og ætlum að gera það næstu tvær vikur samkvæmt læknisráði. Fyrir nokkrum dögum fórum við aftur í sýnatöku og sem betur fer vorum við ekki lengur með veiruna,“ skrifar Pink í færslunni.

Hún greindi einnig frá því að hún hefði gefið hálfa milljón bandaríkjadala til Temple-háskólasjúkrahússins í Philadelphia í minningu móður sinnar Judy Moore, en hún vann í 18 ár á hjartadeildinni þar.

Þar að auki gaf hún hálfa milljón bandaríkjadala til neyðarsjóðs Los Angeles-borgar í Kaliforníu. 

View this post on Instagram

Two weeks ago my three-year old son, Jameson, and I are were showing symptoms of COVID-19. Fortunately, our primary care physician had access to tests and I tested positive. My family was already sheltering at home and we continued to do so for the last two weeks following the instruction of our doctor. Just a few days ago we were re-tested and are now thankfully negative. It is an absolute travesty and failure of our government to not make testing more widely accessible. This illness is serious and real. People need to know that the illness affects the young and old, healthy and unhealthy, rich and poor, and we must make testing free and more widely accessible to protect our children, our families, our friends and our communities. In an effort to support the healthcare professionals who are battling on the frontlines every day, I am donating $500,000 to the Temple University Hospital Emergency Fund in Philadelphia in honor of my mother, Judy Moore, who worked there for 18 years in the Cardiomyopathy and Heart Transplant Center. Additionally, I am donating $500,000 to the City of Los Angeles Mayor’s Emergency COVID-19 Crisis Fund. THANK YOU to all of our healthcare professionals and everyone in the world who are working so hard to protect our loved ones. You are our heroes! These next two weeks are crucial: please stay home. Please. Stay. Home.❤️

A post shared by P!NK (@pink) on Apr 3, 2020 at 6:27pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.