Aftur hætt saman eftir tveggja mánaða samband

Channing Tatum og Jessie J eru aftur hætt saman.
Channing Tatum og Jessie J eru aftur hætt saman. Samsett mynd

Leikarinn Channing Tatum og tónlistarkonan Jessie J eru aftur hætt saman. Parið byrjaði saman í janúarlok eftir rúmlega mánuð í sundur. Þar á undan voru þau saman í um ár.

„Þeim þótti nógu vænt hvoru um annað til að reyna aftur en áttuðu sig á því að það væri betra að komast yfir sambandið. Þetta eru mjög friðsamleg sambandsslit,“ sagði heimildarmaður People um sambandsslit stjarnanna.

Heimildarmaðurinn sagði að Tatum væri mjög upptekinn við vinnu sína sem leikari og einnig sem foreldri en hann á dóttur úr fyrra hjónabandi með leikkonunni Jennu Dewan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er aldrei að vita hvenær gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða til þess að láta það slá sig út af laginu. Slík reynsla kennir þér margt um manninn og er leið til aukins þroska.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er aldrei að vita hvenær gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða til þess að láta það slá sig út af laginu. Slík reynsla kennir þér margt um manninn og er leið til aukins þroska.