Fór á skeljarnar í heimabuxum og Friends-bol

Karl Glusman og Zoe Kravitz eru hjón.
Karl Glusman og Zoe Kravitz eru hjón. AFP

Hollywood-stjörnurnar Zoë Kra­vitz og eiginmaður hennar Karl Glusm­an gengu í hjónaband í fyrra. Í viðtali við Mr. Porter segir leikarinn frá bónorðinu sem var frekar óformlegt en hann var í joggingbuxum og stuttermabol þegar hann fór á skeljarnar. 

„Ég var við það að fá kvíðakast svo ég þurfti að fara í eitthvað vítt og þægilegt,“ útskýrir Glusman i viðtalinu en hann var í Friends-stuttermabol. Hann segir þau hjónin vera aðdáendur þáttanna og vildi hann innrétta heimili sitt eins og kaffihúsið eða íbúð Monicu og Rachelar en fékk allt annað svar frá eiginkonu sinni en þegar hann bað um hönd hennar. 

Glusman segir þau hjónin vera mjög upptekin og því vissi hann ekki hvenær hann gæti borið upp spurninguna. Þau fljúga mikið og á tímabili hélt leikarinn að hann myndi vekja Kravitz í háloftunum og fara á skeljarnar á flugvélargangi en svo fór ekki. Hann bað að lokum um hönd Kravitz degi áður en hann þurfti að fara frá New York, þar sem þau búa, til Louisiana til þess að taka upp myndina Greyhound.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.