Heiðdís Rós í sóttkví á snekkju

Heiðdís Rós nýtur lífsins á snekkju í Flórída um þessar …
Heiðdís Rós nýtur lífsins á snekkju í Flórída um þessar mundir. skjáskot/Instagram

Förðunarfræðingurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir, sem búsett er í Bandaríkjunum, getur ekki kvartað þessa dagana. Heiðdís eyddi laugardagskvöldinu á snekkju með tveimur vinum sínum.

Heiðdís er búsett í Miami í Flórídaríki. Hún hefur að mestu haldið sig heima í sjálfskipaðri sóttkví með vinkonu sinni en í gærkvöldi skelltu þær sér á snekkju með vini sínum. 

Hún sagðist ekki vera að reyna að monta sig af sínum lífsstíl en hún væri svo heppin að búa í Miami og eiga vin sem ætti snekkju. Hún tók fram að það væru engir aðrir með þeim og að þau væru aðeins þrjú á snekkjunni. 

Yfir 11 þúsund manns í Flórídaríki í Bandaríkjunum hafa greinst með veiruna. 195 hafa látist af völdum veirunnar og tæplega 1.500 liggja inni á spítala vegna hennar. Ferðamenn hafa flykkst frá ströndum ríkisins á síðustu vikum eftir því sem ástandið í Bandaríkjunum versnaði.

Heiðdís og vinkona hennar um borð.
Heiðdís og vinkona hennar um borð. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant