Starfsfólk á smitsjúkdómadeild tók dansinn

Starfsmenn á smitsjúkdómadeild Landspítalans brutu upp daginn og tóku nokkur …
Starfsmenn á smitsjúkdómadeild Landspítalans brutu upp daginn og tóku nokkur spor. skjáskot/Facebook

Starfsfólk á smitsjúkdómadeild á Landspítalanum tók sig til og dansaði skemmtilegan dans í vinnunni á dögunum og deildi á Facebook. Þórhildur María Jónsdóttir hjúkrunarnemi starfar á deildinni. 

„Þetta byrjaði þannig að ég og samstarfskona mín fengum hugmyndina eftir að hafa séð erlenda heilbrigðisstarfsmenn taka dansinn á forritinu TikTok. Við völdum svo dans í gegnum TikTok sem við töldum vera tiltölulega auðveldan í framkvæmd og kenndum samstarfsfólki okkar á vaktinni,“ segir Þórhildur María um hugmyndina. 

„Þetta eru mjög skrítnir og krefjandi tímar. Tilgangurinn var að létta starfsandann og reyna að brjóta aðeins upp daginn. Við megum ekki gleyma að hlúa að andlegri heilsu og það er svo gott fyrir sálina að hlæja aðeins og dansa. Við vildum svo skora á fleiri deildir að gera það sama og dreifa þannig gleðinni og hlátrinum!“

Starfsfólk á öðrum deildum hefur tekið vel í hugmyndina og segir Þórhildur María að bráðamóttakan sem og lungnadeildin (A6) hafi tekið áskoruninni.


 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson