Úr „Pineapple-Pen“ yfir í handþvott

Pikotaro á blaðamannafundi árið 2016.
Pikotaro á blaðamannafundi árið 2016. AFP

Japanski grínistinn sem sló í gegn með því að syngja um Pineapple-Pen og spila í framhaldinu fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta er mættur aftur með ný skilaboð: þvoið ykkur um hendurnar.

Grínistinn, þekktur sem Pikotaro, komst í Heimsmetabók Guinness árið 2016 með hinum 45 sekúndna langa smelli „Pen-Pineapple-Apple-Pen“ eða „PPAP“, sem varð stysta lagið til að komast á lista yfir 100 vinsælustu lög bandaríska Billboard-listans.

Í nýrri útgáfu af laginu syngur Pikotaro um handþvott og veitir ekki af vegna kórónuveirunnar sem gengur yfir heiminn.

Þrjár milljónir áhorfa

Á aðeins þremur dögum hefur myndbandið við lagið fengið yfir þrjár milljónir áhorfa á YouTube. Aðdáendasíða kappans hefur sömuleiðis verið yfirfull af myndböndum af hlæjandi japönskum börnum að herma eftir handþvottadansinum hans.

Lagið hans PPAP fór eins og eldur í sinu um netheima árið 2016 eftir að poppstjarnan Justin Bieber deildi sínu „uppáhaldsmyndbandi á netinu“. Horft var á það yfir 67 milljón sinnum á aðeins nokkrum mánuðum. Börn úti um allan heim hermdu eftir Pikorato, þar á meðal barnabörn Trumps. Grínistinn var óvænt fenginn til að skemmta forsetanum þegar hann heimsótti Japan árið 2017.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant