Hjónabandinu lauk á 42 dögum

Mæðgurnar Meryl Streep og Grace Gummer á frumsýningu Mamma Mia …
Mæðgurnar Meryl Streep og Grace Gummer á frumsýningu Mamma Mia árið 2008. Bryan Bedder

Dóttir leikkonunnar Meryl Streep, leikkonan Grace Gummer, giftist tónlistarmanninum Tay Strathairn hinn 10. júlí í fyrra en skildi við hann aðeins 42 dögum síðar að því er fram kemur á vef People. 

Gummer sótti formlega um skilnað í lok mars en í dómsskjölum kemur fram að þau hafi skilið að borði og sæng stuttu eftir brúðkaupið. Ástæða skilnaðarins er sögð vera ósætt­an­leg­ur ágrein­ing­ur. 

Faðir Strathairns er leikarinn David Strathairn en hann lék einmitt eiginmann Streep í myndinni The River Wild frá árinu 1994. 

Hjónaband Gummer var afar stutt en foreldrar hennar eru í einu langlífasta hjónabandi í Hollywood. Meryl Streep og Don Gummer hafa verið gift frá árinu 1978 og eiga saman fjögur börn.

Dætur Meryl Streep Mamie Gummer og Grace Gummer. Systurnar eru …
Dætur Meryl Streep Mamie Gummer og Grace Gummer. Systurnar eru leikkonur eins og móðir þeirra. Stephen Lovekin
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.