John Prine látinn af völdum veirunnar

John Prine á síðasta ári.
John Prine á síðasta ári. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Prine er látinn, 73 ára gamall, eftir að hafa sýkst af kórónuveirunni. Í síðustu viku greindi eiginkonan hans frá því að Prine hefði verið í átta daga á gjörgæslu í öndunarvél og væri með lungnabólgu í báðum lungum.

Prine, sem eitt sinn var kallaður Mark Twain bandarískrar tónlistar, starfaði í um fimm áratugi í tónlistarbransanum. Bob Dylan sagði hann einn af sínum uppáhaldslagahöfunum og lagið Lake Marie var í sérstöku uppáhaldi.

Prine tekur við Grammy-verðlaununum árið 2006.
Prine tekur við Grammy-verðlaununum árið 2006. AFP

Prine fæddist árið 1946 í Illinois og vakti athygli í þjóðlagasenunni í Chicago seint á sjöunda áratugnum eftir að Kris Kristoffersson uppgötvaði hann. Fyrsta platan hans sem kom út árið 1971 féll í kramið hjá gagnrýnendum. Eitt af þekkustu lögunum hans var Your Flag Decal Won't Get You Into Heaven Anymore. Þar gagnrýndi hann Víetnamstríðið harðlega.

Hann gaf út 19 hljóðversplötur og vann til Grammy-verðlauna á ferli sínum. Á síðasta ári var hann vígður inn í Frægðarhöll lagahöfunda í Bandaríkjunum.

Bruce Springsteen er á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Prines. Á twittersíðu sinni segir hann að Prine hafi verið sannkölluð þjóðargersemi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant