Hádegisleikhús hefur göngu sína

„Við vonumst til að með þessu nýja formi takist okkur …
„Við vonumst til að með þessu nýja formi takist okkur að opna leikhúsið enn frekar og sækja nýja leikhúsgesti,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á meðal fjölda nýjunga á næsta leikári í Þjóðleikhúsinu er hádegisleikhús sem hleypt verður af stokkunum í haust. Við munum sýna í hádeginu fjóra virka daga vikunnar,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Frá og með deginum í dag auglýsir Þjóðleikhúsið opinberlega eftur nýjum íslenskum leikritum til sýningar í hádegisleikhúsinu.

„Í tengslum við hádegisleikhúsið förum við einnig í nýtt spennandi samstarfsverkefni við RÚV. Við auglýsum saman eftir stuttum verkum sem eru um 25 mínútur að lengd. Við munum velja fjögur verk eftir ólíka höfunda sem frumsýnd verða í hádegisleikhúsinu og sýnd hér næsta vetur. Í framhaldinu verða sýningarnar unnar fyrir sjónvarpsútsendingar og sýndar undir merkjum nýs Sunnudagsleikhúss hjá RÚV.

Nýsköpun í íslenskri leikritun

Sýningar í hádeginu koma til viðbótar við aðra starfsemi sem fyrir er í húsinu. Við erum sannfærð um að þetta verði skemmtileg viðbót við menningarlíf borgarinnar. Gestir koma og njóta stuttrar leiksýningar um leið og þeir snæða léttan hádegisverð. Við vonumst til að með þessu nýja formi takist okkur að opna leikhúsið enn frekar og sækja nýja leikhúsgesti. Þá er þetta kjörinn vettvangur til frekari nýsköpunar í íslenskri leikritun,“ segir Magnús Geir og segir að það sé nýjum stjórnendum í Þjóðleikhúsinu mikið kappsmál að efla íslenska leikritun. 

„Samhliða erum við að þróa fjölmörg ný verk sem sýnd verða á almennum sýningartíma,“ segir Magnús Geir sem áætlar að fyrsta hádegisleikritið verði frumsýnt í lok september ef allt gengur að óskum í undirbúningsferlinu.

„Við hugsum þessar sýningar, sem verða í Þjóðleikhúskjallaranum, sem viðbótarvalkost sem getur til dæmis nýst starfsmannahópum sem á einum klukkutíma geta fengið mat og notið leiksýningar. Þetta er líka tilvalið fyrir vinahópa sem hittast einu sinni í mánuði og taka þá Þjóðleikhússýningu í einu hádeginu,“ segir Magnús Geir og tekur fram að hann reikni með að hádegissýningarnar muni einnig höfða til margra annarra hópa, t.d. til eldri borgara sem séu lausari við að degi en kvöldi. Ítarlegt viðtal má lesa við Magnús Geir í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant