Tónlistin er rauði þráðurinn í Jarðarförinni

Laddi tekur lagið í jarðarförinni sinni. Það er setning sem …
Laddi tekur lagið í jarðarförinni sinni. Það er setning sem maður fær ekki mörg tækifæri á að segja. Skjáskot

Eitt af því sem  vekur athygli við áhorf á seríuna Jarðarförin Mín er hversu stórt hlutverk tónlist leikur í þáttunum. Tónlistararfur þjóðarinnar er vel nýttur og mörg lög fá töluvert mikið pláss í sögunni bæði vinsælar perlur en einnig er rykið dustað af lögum sem heyrast sjaldnar.

Án þess að verið sé að spilla neinu fyrir einhverjum er kraftballaðan „Vetrarsól“ eftir Gunnar Þórðarson í stærsta hlutverkinu en margar senur eru í þáttunum þar sem lög frá hinum ýmsu skeiðum í sögu íslenskrar dægurlagatónlistar fá sviðið. „Stutt Skref“ Mosesar Hightower fær gott pláss og frábæra endurútsetningu en Vilhjálmur Vilhjálmsson, Nýdönsk, Haukur Morthens og íslenska rappsenan eru líka áberandi í einstökum atriðum.

Raunar væri áhorf á þættina frábær byrjunarpunktur fyrir einhvern sem hefði enga þekkingu á íslenskri dægurtónlist en vildi setja sig inn í málin.    

Kristófer Dignus leikstýrði þáttunum sem Íslendingar hafa gleypt í sig að undanförnu hann segir uppleggið hafa frá upphafi verið að tónlistin yrði rauður þráður í þáttunum. Hann svarar hér nokkrum spurningum um tónlistina í þáttunum.

Kristófer Dignus leikstýrði Jarðarförin Mín sem er í sýningu í …
Kristófer Dignus leikstýrði Jarðarförin Mín sem er í sýningu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig þið nálguðust tónlistarnotkun í þáttunum. Var allt fyrirfram ákveðið eða mátuðuð þið lögin við þættina í klippinu?

Það var kominn playlisti áður en handritaskrif voru búin. Eina tónlistin sem kom seinna, á meðan þættirnir voru í eftirvinnslu, er sú sem er frumsamin af Pétri “Don Pedro” Jónssyni.

Íslenskt tónlistarlíf væri fátæklegra án kórastarfs. Stálheiðarlegur karlakór í jarðarförinni …
Íslenskt tónlistarlíf væri fátæklegra án kórastarfs. Stálheiðarlegur karlakór í jarðarförinni þar sem skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson fær sviðið. Skjáskot

 Tilfinningin er að leitað hafi verið meira í tónlistararfinn en oft er gert í íslenskum seríum. Mætti gera meira af þessu?

Jú, ég held að það sé óvenju mikið af íslenskum dægurlögum í seríunni miðað við það sem gengur og gerist hér heima. Þetta hefur verið vinsælt í erlendum þáttum eins og Sopranos, Grey's Anatomy, Breaking Bad og Peaky Blinders og spilar stóran þátt í heildarfílingnum á því frbæra sjónvarpsefni. Það var alltaf planið hjá mér að tengja tónlist við söguna og persónurnar í henni. Það er til ótrúlegt magn af frábærri íslenskri tónlist sem á svo sannarlega heima í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Laddi allra landsmanna átti sér draum um tónlistarferlil. Bæði í …
Laddi allra landsmanna átti sér draum um tónlistarferlil. Bæði í þáttunum en einnig á sínum yngri árum þegar hann lamdi húðir með hljómsveitinni Föxum. Skjáskot

 Laddi er náttúrulega hæfileikaríkur tónlistarmaður hafði hann sem aðalleikari áhrif á að tónlist fékk  gott pláss í þáttunum? 

-Það er eiginlega baksögu aðalpersónunar Benedikts að þakka frekar en Ladda að tónlist spilar svona stóran hluta í þáttunum. Við ákváðum að í gamla daga áður en Benedikt verður þessi fúli karl sem hann er í dag hafi hann verið í hljómsveit á sjöunda áratugnum og átt drauma um frægð og frama sem gítaleikari.

Friðrik Dór kemur Ævari Þór Benediktssyni, í hlutverki Björns, í …
Friðrik Dór kemur Ævari Þór Benediktssyni, í hlutverki Björns, í nána snertingu við sínar mýkstu tilfinningar með laginu „Skál fyrir þér.“ Þegar þættirnir voru skrifaðir var lagt upp með að upprunalegar útgáfur af lögunum myndu flæða inn í senurnar. Skjáskot

 „Skál fyrir þér“ senan með Frikka Dór og Ævari Erni Benediktssyni er frábærlega heppnuð, var það eitthvað sem gerðist á staðnum eða var allt fyrirfram ákveðið?

Sú sena er skrifuð í þaula hvað sönginn varðar. Ævar bauð hinsvegar upp á að setja skálina fyrir andlitið á Birnu Rún í tökunum og þáði ég það með þökkum.

Rappsena þáttanna kallar á veglega efnishyggjuneysluveislu.
Rappsena þáttanna kallar á veglega efnishyggjuneysluveislu. Skjáskot

Hversu miklu máli skiptir tónlistarnotkun og lagaval skipta í leiknu efni? Hvaða möguleika hún gefur leikstjóra í framsetningunni.

Að geta valið viðeigandi tónlist til að styrkja tilfinningar persóna eða undirstrika andrúmsloftið í senu er ómetranlegt fyrir mig sem sögumann og leikstjóra. Kvikmyndaupplifun er auðvitað samspil þess sjónræna og hljóðræna. Dramatíkin í flottu lagi og söngtexta parað saman við grípandi myndmál getur gert ótrúlega margt fyrir heildarútkomuna.

Búið er að gera playlista með tónlistinni úr þáttunum á Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson