Fóru á kostum með Helga í gærkvöldi

Ljósmynd/Bjarni Grímsson

Sjötti þátturinn og sá næstsíðasti af Heima með Helga var sendur út í gærkvöldi í Sjónvarpi Símans, K100 og mbl.is. Sérstakir gestir Helga og Vilborgar í gærkvöldi voru þau Björgvin Halldórsson og Sigríður Thorlacius og einfaldast að lýsa því þannig að þau fóru á kostum og reyndist þátturinn algjör perla þegar kom að lagavali og flutningi.

Ljósmynd/Bjarni Grímsson

Reiðmenn vindanna voru sem fyrr á sínum stað og slógu ekki feiltón. Nú er rétt vika eftir af samkomubanni og síðasti þátturinn af Heima með Helga fer í loftið næsta laugardag.

Ljósmynd/Bjarni Grímsson

Þættir Sjónvarps Símans utan um dagskrá þeirra hjóna hafa hlotið einróma lof almennings og hefur stór hluti þjóðarinnar nánast stillt klukku sína eftir þessum þáttum. Það verður því dulítið ljúfsárt að fara út úr samkomubanninu eftir næstu helgi, en þá fer síðasti þátturinn í loftið.

Hér má sjá svipmyndir af gærkvöldinu hjá þessu stórkostlega tónlistarfólki.

Ljósmynd/Bjarni Grímsson
Ljósmynd/Bjarni Grímsson
Ljósmynd/Bjarni Grímsson
Ljósmynd/Bjarni Grímsson
Ljósmynd/Bjarni Grímsson
Ljósmynd/Bjarni Grímsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant