Valdi fjölskylduna fram yfir frægðina

Tom Selleck lék Magnum á níunda áratugnum.
Tom Selleck lék Magnum á níunda áratugnum. skjáskot/Instagram

Leikarinn Tom Selleck segir að hann hafi aldrei notið þess að vera frægur í Hollywood. Selleck öðlaðist mikla frægð á 9. áratugnum þegar hann lék einkaspæjarann Magnum í þáttunum Magnum P. I. 

„Ég hef alltaf verið hlédrægur. Og ég hef alltaf kunnað að meta gott jafnvægi á milli vinnu og tíma með fjölskyldunni minni. Þetta snýst allt um þau,“ sagði Selleck í viðtali við People. Selleck fer nú með aðalhlutverk í lögregluþáttunum Blue Bloods en serían er á sínu ellefta ári.

Þrátt fyrir að vinna mikið þá eyðir hann gríðar miklum tíma heima á búgarðinum sínum með eiginkonu sinni til 33 ára, Jillie. 

„Samböndin mín og búagarðurinn minn halda mér heilum í höfðinu,“ sagði Selleck. Hann á tvö uppkomin börn, þau Hönnuh 31 ára og Kevin 54 ára sem hann átti með fyrri eiginkonu sinni Jacqueline Ray.

Selleck var á hátindi ferils síns þegar hann hætti í Magnum P.I. Þá keypti hann búgarðinn og flutti þangað til að lifa rólegra lífi. 

„Ég vissi alveg hvað það þýddi að vera opinber manneskja, en þangað til maður hefur verið það þá er engin leið að skilja það. Mér leið allltaf eins og ég gæti ekki lifað svona lífi. Og ég hætti ekki í Magnum af því mér fannst það leiðinlegt eða ég var þreyttur á þáttunum sjálfur. Ég var þreyttur á þessu. Ég vildi lifa í þrívíðum heimi því ég bjó ekki í þannig heimi,“ sagði Selleck. 

Selleck fór í nokkurra ára sjálfskipaða útlegð frá Hollywood en snéri aftur til vinnu á 10. áratugnum og lék í nokkrum þáttum og bíómyndum. Hann segir að það hafi verið óþægilegt þegar fjölmiðlar fjölluðu um að hann væri búinn að vera, en gat lifað með því að eigin sögn. 

Selleck í hlutverki sínu í Blue Bloods.
Selleck í hlutverki sínu í Blue Bloods. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant