Síðustu tónleikar Helga Björns heima

Síðasti þátturinn af Heima með Helga Björns fer í loftið …
Síðasti þátturinn af Heima með Helga Björns fer í loftið klukkan 20 á laugardagskvöldið. Ljósmynd/Aðsend

Nú er rétt vika eftir af samkomubanni og síðasti þátturinn af Heima með Helga fer í loftið næsta laugardag klukkan 20 á Sjónvarpi Símans en hægt er að sjá þættina um allan heim hér á mbl.is. 

Sjötti þátturinn og sá næst síðasti af Heima með Helga var sendur um síðustu helgi hjá Sjónvarpi Símans. Sérstakir gestir Helga og Vilborgar um helgina voru þau Björgvin Halldórsson og Sigríður Thorlacius og einfaldast að lýsa því þannig að þau fóru á kostum og þátturinn algjör perla þegar kom að lagavali og flutning. Reiðmenn vindanna voru sem fyrr á sínum stað og slógu ekki feiltón.

Þessir þættir Sjónvarps Símans utan um dagskrá þeirra hjóna hafa hlotið einróma lof almennings og hefur bróður partur þjóðarinnar nánast stillt sína sóttkvíar klukku eftir þessum þáttum. Lagið og textinn við nýjasta lag Helga og Reiðmannanna „Það bera sig allir vel“ hefur orðið að einskonar baráttusöng þjóðarinnar í gegnum óværuna og er lagið mikið spilað. 

Viðbrögðin við kvölddagskránni hafa verið mikil og hafa þau ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með samfélagsmiðlum á laugardagskvöldum. „Ég hef fengið afskaplega góð viðbrögð við tónleikunum og ég er innilega þakklátur fyrir það. Maður fyllist auðmýkt og eftir að hafa fengið ítrekaðar óskir um að endurtaka leikinn þá gat ég ekki annað en samþykkt það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson