BÍÓ - Sultur, morð og mannát

Zorion Eguileor í hlutverki hins ógeðfellda Trimagasi í El hoyo.
Zorion Eguileor í hlutverki hins ógeðfellda Trimagasi í El hoyo.

Spænska hrollvekjan El hoyo, sem finna má á Netflix, er tekin til kostanna í kvikmyndahlaðvarpi mbl.is að þessu sinni. Furðuleg en heillandi allegóría um græðgi mannsins þar sem steypufleki með girnilegu hlaðborði svífur milli hæða. Þeir sem ekkert fá grípa til örþrifaráða. 

Gestur þeirra Þórodds Bjarnasonar og Helga Snæs Sigurðssonar að þessu sinni er bíóáhugamaðurinn Sveinn Hannesson. Sagðist Sveinn sjá hinar ýmsu vísanir í kvikmyndinni og þá meðal annars í Biblíuna. Margt er skrítið í myndinni, subbuskapur og ofbeldi sem ekki er fyrir viðkvæma. Hún er þó alltaf áhugaverð og spennandi, eins og heyra má í hlaðvarpinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler