Roy Horn látinn úr COVID-19

Mynd af Roy Horn frá 2008. Horn var þekktastur fyrir …
Mynd af Roy Horn frá 2008. Horn var þekktastur fyrir samstarf sitt með Fischbacher en best eru þeir þekktir eftir eiginnöfnum sínum, nefnilega sem tvíeykið Siegfried og Roy. AFP

Töframaðurinn þýskættaði Roy Horn er látinn eftir að hafa smitast af COVID-19, 75 ára að aldri. 

„Veröldin sér á eftir einum helsta töframanni heims, en ég sé á eftir besta vini mínum,“ er haft eftir félaga Horn til margra áratuga, Siegfried Fischbacher, í frétt BBC.

Horn var þekktastur fyrir samstarf sitt með Fischbacher en best eru þeir þekktir eftir eiginnöfnum sínum, nefnilega sem tvíeykið Siegfried og Roy. 

Saman urðu Siegfried og Roy heimsfrægir fyrir töfrasýningar í Las …
Saman urðu Siegfried og Roy heimsfrægir fyrir töfrasýningar í Las Vegas. AFP

Saman urðu þeir heimsfrægir fyrir sýningar sínar á hótelum í Las Vegas þar sem við sögu komu ljón, tígrisdýr og fílar. Þeir sýndu í 30 ár, allt að því sex sinnum á viku.

Það setti strik í reikninginn hjá Horn þegar hvítur tígur réðst á hann á sýningu árið 2003 og eftir það varð hann að draga úr sýningunum. Atvikið hafði áhrif á málhæfni og hreyfigetu hans en hann gat þó sýnt nokkrum sinnum fram að 2010, þegar tvíeykið settist í helgan stein.

Bitinn í hálsinn af tígrisdýri

Tígrisdýraárásinni, sem komst í heimsfréttir, lýsti mbl.is svona árið 2003: „Tíg­ur­inn gerði óvænta árás, en Roy reyndi að berja hann frá sér með hljóðnema. Vitni segja að tíg­ur­inn hafi ráðist á háls Roy og dregið hann út af sviðinu. Mik­il skelf­ing greip um sig meðal gesta og var sýn­ing­unni af­lýst í skyndi. Roy var flutt­ur á sjúkra­hús, en hann missti mikið blóð og varð fyr­ir önd­un­ar­trufl­un­um, en tíg­ur­inn hafði ráðist á háls hans.“

Síðar sagði Horn að tígurinn hafi verið að reyna að bjarga lífi hans. „Þetta var slys. Montecore [tígrisdýrið] sá hvað var í aðsigi og vildi bjarga mér,“ sagði Horn. „Það var óheppni að tenn­ur hans lentu á hálsslagæðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant