Bræðurnir vinir á ný

Meghan, Harry og Vilhjálmur.
Meghan, Harry og Vilhjálmur. AFP

Samband prinsanna Vilhjálms og Harry er talið vera betra en oft áður þrátt fyrir að þeir búi ekki í sömu heimsálfunni. Fjarlægðin og veikindi Karls föður þeirra hafði góð áhrif á sambandið að því fram kemur á vef ET. 

Árið 2020 hefur verið afdrifaríkt í lífi bræðranna en Harry og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, sögðu sig frá konunglegum skyldum og fluttu til Norður-Ameríku. Kórónuveiran setti líf flestra í uppnám og Karl Bretaprins veiktist af veirunni. 

Konunglegi sérfræðingurinn Katie Nicholl segir að þrátt fyrir að stór vandamál hafi komið upp í sambandi bræðranna á síðustu árum sé sambandið nú betra. Segist hún vita til þess að þeir Vilhjálmur og Harry séu í símasambandi. 

„Þeir hafa hafa átt myndsímtöl, þeir hafa tekið þátt í mörgum fjölskylduafmælum og ég held að veikindi Karls Bretaprins hafi neytt þá til að taka upp símann og hafa samband hvor við annan.“

Harry og Vilhjálmur eru sagðir vera að vinna í sambandi …
Harry og Vilhjálmur eru sagðir vera að vinna í sambandi sínu. AFP

Eftir að Harry flutti til Los Angeles í mars fann hann fyrir heimþrá og þá var réttur tími til að hafa samband við Vilhjálm. Meint spenna á milli Meghan og Katrínar eru einnig sögð hafa minnkað. 

Nicholl telur að báðar fjölskyldunnar finni fyrir létti í ljósi þess að dramatíkin sem fylgdi erfiðum samskiptum bræðranna sé nú að baki. Harry og Meghan geta einbeitt sér að nýja lífinu sínu og Vilhjálmur og Katrín geta haldið áfram. Vilhjálmur og Katrín eru þó sögð sakna Harry og Meghan og þá sérstaklega Harry. 

Konunglegi sérfræðingurinn er nokkuð viss um að Vilhjálmur, Katrín og Karl Bretaprins hafi tekið þátt í að fagna eins árs afmæli Archie með hjálp tækninnar. Harry er einnig sagður hringja reglulega í ömmu sína, Elísabetu Bretadrottningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson