Ferrell tilkynnti sigurvegarann

Ferrell ræðir við þau Ragnhildi Steinunni og Jón Ragnar.
Ferrell ræðir við þau Ragnhildi Steinunni og Jón Ragnar. Mynd/Skjáskot af vef RÚV

Lagið sem Ítalir ætluðu að senda í Eurovision-keppnina í Rotterdam var kosið það besta í þættinum Okkar 12 stig í Ríkissjónvarpinu. 

Fai rumore með Diodato hlaut 12 stig í íslensku kosningunni. Í öðru sæti voru Rússar með 10 stig og Litháar í því þriðja. Ekki mátti kjósa lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu. 

Það var enginn annar en bandaríski leikarinn Will Ferrell sem tilkynnti sigurvegarann. Hann sagði það mikinn heiður og bætti því við að hann hefði skemmt sér vel við tökur á Hollywood-myndinni Eurovision, sem var að hluta til tekin upp hérlendis.

Ferrell sagði Ísland vera fallegt land og Húsavík fallegan bæ en tökurnar fóru þar fram.

Kynnarnir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Ragnar Jónsson.
Kynnarnir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Ragnar Jónsson. Mynd/Skjáskot af vef RÚV
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson