Heiður að halda Eurovision fyrir Ástrala

Flosi Jón Ófeigs­son vill sjá Ísland vinna keppnina en er …
Flosi Jón Ófeigs­son vill sjá Ísland vinna keppnina en er ánægður með Ástrala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flosi Jón Ófeigs­son, formaður FÁSES, segir það heiður ef Ísland verður valið til að halda Eurovision-keppnina ef svo fer að Ástralía vinnur keppnina. Fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag að slík beiðni hefur komið inn á borð stjórnar RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, staðfesti við mbl.is að samkomulag hafi verið gert árið 2018 en hefur þó ekki verið útfært nánar. 

Flosi segir að Íslendingar myndu halda keppnina með stæl en segir þó að það væri sætara að vinna keppnina. 

„Fyrir mig er það meiri heiður og adrenalín að vera á keppninni og sjá sitt eigið land taka dolluna. Það er draumurinn, að detta í hysteríu, grenja og taka allan tilfinningapakkann. Þannig að ég myndi segja það. Að það væri meiri upplifun að vera á úrslitakvöldinu og sjá landið sitt sigra,“ segir Flosi. 

Ekki eru allir sannfærðir um að hægt sé að halda keppnina á Íslandi. Flosi bendir á að fyrrverandi framkvæmdastjóri keppninnar, Jon Ola Sand, hafi komið til Íslands og skoðað aðstæður.

„Hann var búinn að segja það að Kórinn væri ekki svo slæm hugmynd. Það væri í rauninni eini staðurinn eins og er sem væri hægt að nota. En vegna þess að undanfarin ár hefur allt í kringum keppnina verið að minnka í sambandi við stærðina. Þetta náði hámarki í Bakú 2012. Þá byggðu þeir heila höll fyrir Eurovsion sem tók 18 þúsund manns. Eftir það fóru þeir sem skipuleggja Eurovision að hafa það þannig að öll lönd geti haldið keppnina,“ segir Flosi og bendir á að í Tel Aviv í fyrra hafi einungis verið í kringum tíu þúsund.

Eigum við að halda með Áströlum núna?

„Klárlega. Ég held að 12 stigin frá Íslandi verði bara frímerkt Áströlum héðan í frá,“ segir Flosi og hlær.

Eurovision hefði átt að fara fram í þessari viku en var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Flosi ætlar að vera heima hjá sér í kvöld og fylgjast með dagskrá RÚV. Á laugardaginn ætlar Fáses að vera með Zoom-partý á netinu. Þar ætla þau að tengjast öllum litlum partýum á landinu og dansa með Eurobandinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.