Afkomandi Rúdolfs erkihertoga látin

Maria Singh lést 31 árs að aldri.
Maria Singh lést 31 árs að aldri. skjáskot/Instagram

Prinsessan Maria Singh lést þann 4. maí síðastliðinn, 31 árs að aldri. Banamein hennar var slagæðagúlpur í hjarta. Hún lést aðeins nokkrum dögum fyrir 32 ára afmælisdag sinn. 

Maria Singh var fjórða dóttir Piotr Galitzine prins og Mariu-Önnu Galitzine prinsessu. Hún var búsett í Houston í Texas í Bandaríkjunum. Hún giftist Rishi Roop Singh árið 2017 og áttu þau einn son saman, Maxim Vir Singh árið 2018.

Singh fæddist í Lúxemborg og fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Rússlands. Hún var afabarn Rúdolfs erkihertoga af Austurríki, sem var yngsti sonur Karls 1. Austurríkiskeisara. Karl 1. Austurríkiskeisari var síðasti leiðtogi austurrísk-ungverska keisaradæmisins. 

Karl 1. Austurríkiskeisari erfði krúnuna frá frænda sínum, erkihertoganum Frans Ferdínand, eftir dauða hans en dauði hans er talinn hafa markað upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.