Bítlaljósmyndarinn Kirchherr látin

Astrid Kirchherr árið 2012.
Astrid Kirchherr árið 2012. Ljósmynd/Wikipedia.org/Wadim1913

Þýski ljósmyndarinn Astrid Kirchherr, sem tók frægar myndir af Bítlunum snemma á sjöunda áratugnum, er látin, 81 árs að aldri

Kirchherr lést í Hamborg eftir alvarleg veikindi.

Hún hitti og vingaðist við Bítlana árið 1960 þegar þeir voru í tónleikaferð í Hamborg, áður en þeir urðu heimsfrægir.

Á þeim tíma voru Bítlarnir fimm: John Lennon, Paul McCartney, George Harrison, Stuart Sutcliffe og Pete Best, sem Ringo Starr kom síðar í staðinn fyrir.

Sutcliffe varð ástfanginn af Kirchherr og bjó áfram í Hamborg. Hann lést af völdum heilablæðingar árið 1962.

Kirchherr hélt áfram sambandi við Bítlana, sérstaklega Harrison.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson