Bieber hefði viljað spara sig fyrir hjónaband

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP

Bieber-hjónin, Justin og Hailey, opna sig í Facebook-þáttunum The Biebers on Watch. Nýlega voru þau spurð út í eftirsjá að því er fram kemur á vef E!. Tónlistarmaðurinn sagði að hann hefði viljað gera ýmislegt öðruvísi, hann hefði meðal annars viljað bíða með að stunda kynlíf. 

„Ég sé ekki eftir neinu af því að ég held að það geri þig að þeim sem þú ert og þú lærir af því,“ sagði Justin Bieber. Hann sagði jafnframt að ef hann gæti farið til baka og sleppt því slæma sem hann gerði þá myndi hann spara sig fyrir hjónaband. 

Tónlistarmaðurinn útskýrði að það geti verið ruglandi að stunda kynlíf með bara einhverjum. 

Hailey Bieber sem gekk í hjónaband með tónlistarmanninum fyrir tæpum tveimur árum var ekki endilega á sama máli. Hún sagði að þau hefðu gengið í gegnum mismunandi hluti. „Ég er sammála þeirri staðreynd að það að vera líkamlega náin einhverjum getur verið ruglandi.“

Justin Bieber.
Justin Bieber. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.