Green staðfestir skilnaðinn við Fox

Megan Fox og Brian Austin Green eru að skilja.
Megan Fox og Brian Austin Green eru að skilja. Jason Merritt

Leikarinn Brian Austin Green staðfestir að hann og eiginkona hans Megan Fox séu að skilja. Green og Fox hafa verið gift í tæplega 10 ár. 

Fox sást fyrir helgi á rúntinum með rapparanum Machine Gun Kelly og fóru sögusagnir af stað að hún væri skilin við eiginmann sinn. Í hlaðvarpsþáttum sínum ...With Brian Austin Green staðfesti leikarinn að þau stæðu nú í skilnaði. 

Green viðurkenndi að þau hafi vaxið í sundur á síðustu misserum. Fox fór í vinnuferð til útlanda á síðasta ári og þegar hún kom til baka fundu þau bæði fyrir því að þau voru ekki jafn náin. 

„Hún sagði „Ég áttaði mig á því að þegar ég var í burtu að vinna ein leið mér meira eins og ég sjálf og mér líkaði betur við mig sjálfa þá og ég held að það sé þess virði fyrir mig að láta á það reyna.“,“ sagði Green í hlaðvarpsþáttunum. 

Hann segist hafa verið hissa og í uppnámi eftir þessi orð Fox en sagðist ekki hafa getað verið í uppnámi lengi því hún hafi ekki valið að líða svona. Þau hafi svo rætt málin náið og komist að þeirri niðurstöðu að þau skyldu skilja að borði og sæng í smá tíma.

„Okkar samband hefur verið magnað og ég mun alltaf elska hana og vita að hún elskar mig,“ sagði Green. 

Green og Fox eiga saman þrjá syni, þá Journey River, Bodhi Ransom og Noah Shannon. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sættir þig við ýmislegt frá fólki sem þú fílar mjög vel. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki mála skrattann á vegginn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sættir þig við ýmislegt frá fólki sem þú fílar mjög vel. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki mála skrattann á vegginn.