Jennifer Garner dansar við lag Daða Freys

Jennifer Garner dansar við lag Daða Freys.
Jennifer Garner dansar við lag Daða Freys. Samsett mynd

Leikkonan Jennifer Garner er greinilega með puttann á púlsinum þegar kemur að Eurovision. Garner birti myndband af sér í nótt að dansa við lag Daða Freys og Gagnamagnsins. 

Myndband Garner hefur hlotið þó nokkra athygli og hafa stórstjörnur á borð við tónlistarkonuna Ariönu Grande gert athugasemdir við myndbandið. 

Dans Garner endurspeglar eflaust ástandið á mörgum heimilum á meðan heimsfaraldurinn geisar, en myndbandið tók hún í þvottahúsinu heima hjá sér þar sem má sjá há þvottafjöll. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.