Twilight-stjarna fannst látin á hótelherbergi

Gregory Tyree Boyce og Natalie Adepoju fundust látin á hótelherbergi …
Gregory Tyree Boyce og Natalie Adepoju fundust látin á hótelherbergi sínu. Skjáskot/Instagram

Twilight-stjarnan Gregory Tyree Boyce er látinn 30 ára að aldri. Leikarinn og kærasta hans Natalie Adepoju, 27 ára, fundust látin á hótelherbergi í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum 13. maí. 

Boyce er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Twilight-kvikmyndinni þar sem hann fór með hlutverk Tyler Crowley. 

Dánarorsök er enn ókunn. Boyce lætur eftir sig 10 ára gamla dóttur úr fyrra sambandi. Adepoju lætur eftir sig einn son. 

Móðir leikarans staðfesti andlát sonar síns í Facebook-færslu á sunnudag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.