Rose hættir sem Leðurblökukonan

Ruby Rose er hætt sem leðurblökukonan.
Ruby Rose er hætt sem leðurblökukonan. AFP

Leikkonan Roby Rose hefur sagt upp hlutverki sínu sem Leðurblökukonan eða The Batwoman, hjá sjónvarpsstöðinni The CW. BBC greinir frá.

Fyrsta þáttaröðin af The Batwoman fór í loftið á síðasta ári og fór Rose þar með aðalhlutverkið. Í dag sendi hún frá sér fréttatilkynningu um að hún hygðist ekki halda áfram að túlka ofurhetjuna í annarri þáttaröð. 

„Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að snúa ekki aftur sem Leðurblökukonan í næstu þáttaröð. Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig þar sem ég ber mikla virðingu fyrir mótleikurum mínum, tökuliðinu og öllum sem koma að þáttunum bæði í Vancouver og í Los Angeles,“ sagði Rose og þakkaði fyrir sig. 

Óljóst er af hverju leikkonan ákvað að segja sig frá hlutverkinu á þessum tímapunkti. Mikil umræða skapaðist þegar hún fékk hlutverkið en hún er fyrsta manneskjan sem er opinberlega samkynhneigð sem leikur ofurhetju. 

Þótt Rose hafi stigið til hliðar sem Leðurblökukonan munu þættirnir halda göngu sinni áfram og hafa framleiðendur þáttanna gefið út að önnur kona muni fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í annarri seríu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.