Sækir um skilnað og nálgunarbann

Jamie King hefur sótt um leyfi til að sækja um …
Jamie King hefur sótt um leyfi til að sækja um skilnað. AFP

Leikkonan Jamie King fékk nýverið tímabundið nálgunarbann gegn eiginmanni sínum, Kyle Newman. Samkvæmt gögnum í málinu staðfesti dómari nálgunarbann yfir Newman þar til 8. júní þegar málið verður tekið fyrir. 

King hefur óskað eftir að forræði yfir börnum þeirra og heimsóknarréttur verði skoðaður en fékk synjun. 

King sótti um leyfi til þess að fá að sækja um skilnað en dómstólar í Bandaríkjunum taka þessa dagana ekki við umsóknum um skilnað vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Auk þess að sækja um skilnað óskaði hún eftir gripið yrði inn í vegna heimilisofbeldis sem hann beitti hana. 

King og Newman gengu í það heilaga árið 2007 og eiga saman tvo syni, þá James Knight og Leo Thames.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.