Eins og hjónaband á sýru

Meghan McCain og eiginmaður hennar Ben Domenech.
Meghan McCain og eiginmaður hennar Ben Domenech. Skjáskot/Instagram

Pistlahöfundurinn Meghan McCain segir að öll heimavistin með eiginmanni hennar Ben Domenech hafi verið eins og hjónaband á sýru. McCain er dóttir öldungadeildarþingmannsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandans John McCain sem lést árið 2018.

„Að vera í sóttkví með eiginmanni sínum eða maka, eða bara að vera í sóttkví með einhverjum, alla vega fyrir mig, er eins og að vera í hjónabandi á sýru,“ sagði McCain í viðtali við The View.

McCain gengur nú með fyrsta barn þeirra hjóna. 

„Eina sem ég get sagt er að ég er ánægð með að ég giftist einhverjum sem vill tala um fréttirnar daginn inn og út og ég hef alltaf áhuga á að vita hvað hann hefur að segja. Það er eiginlega orðið að mælistikunni á sambandi okkar. Ef við hefðum ekkert að tala um, og ég hef klárlega verið í sambandi með þannig mönnum áður, þá væri ég klárlega búin að hoppa út um gluggann á þessum tímapunkti.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.