Leiður yfir ásökunum eiginkonu sinnar

Kyle Newman og Jamie King hafa verið gift í 13 …
Kyle Newman og Jamie King hafa verið gift í 13 ár. Skjáskot/Instagram

Leikstjórinn Kyle Newman segir ásakanir eiginkonu hans, leikkonunnar Jamie King, ekki á rökum reistar. King sótti um skilnað við hann, fékk nálgunarbann gegn honum og óskaði eftir því að dómari skoðaði forræði yfir börnum þeirra. 

„Kyle var gríðarlega leiður yfir tilraun Jamie til að blanda dómara í málið, algjörlega byggt á fölskum ásökunum og án þess að leyfa honum að svara fyrir sig,“ sagði talsmaður fyrir Newman í tilkynningu til UsWeekly

Talsmaðurinn sagði Newman hafa verið gríðarlega ánægðan með að dómarinn hefði leyft börnunum að vera áfram í umsjón Newman þótt hann hafi staðfest nálgunarbannið gegn honum. 

„Kyle heldur áfram að hugsa um börnin eins og hann hefur gert í heimsfaraldrinum og setur heilsu og velferð barnanna í fyrsta sæti. Hann vill aðeins það besta fyrir fjölskylduna sína og vonar að Jamie fái hjálpina sem hún þarf,“ sagði talsmaðurinn. 

King og Newman hafa verið gift í tæplega 13 ár og eiga saman synina James og Leo sem eru 6 og 4 ára.

View this post on Instagram

Triple Scoop. First dip of the season.

A post shared by Kyle Newman (@kyle_newman) on May 15, 2020 at 2:42pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.