Loughlin lýsir sig seka

Lori Loughlin ásamt eiginmanni sínum Mossimo Giannulli á síðasta ári.
Lori Loughlin ásamt eiginmanni sínum Mossimo Giannulli á síðasta ári. AFP

Bandaríska leikkonan Lori Loughlin hefur ákveðið að lýsa sig seka um samsæri í háskólasvindlmálinu svokallaða.

Loughlin, sem sló í gegn í gamanþættinum Full House á níunda og tíunda áratugnum, þarf að dúsa í tvo mánuði í fangelsi og greiða 150 þúsund dollara sekt.

Einnig þarf hún að inna af hendi eitt hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu.

Hún og eiginmaður hennar voru á meðal fimmtíu manns sem voru sökuð um að hafa svindlað til að hjálpa börnum sínum að komast að í fínustu háskólum Bandaríkjanna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum vinskap, líka þeim, sem þér er lítið um gefið. Félagslífið er að lifna við og þú færð boð í garðveislur í löngum bunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum vinskap, líka þeim, sem þér er lítið um gefið. Félagslífið er að lifna við og þú færð boð í garðveislur í löngum bunum.