Minnist mannsins sem gerði Hvíta húsið að heimili

Jenna Bush Hager og Michelle Obama segja báðar að Wilson …
Jenna Bush Hager og Michelle Obama segja báðar að Wilson Jerman hafi gert Hvíta húsið að heimili. Skjáskot/Instagram

Spjallþáttastjórnandinn Jenna Bush Hager, dóttir George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, minntist í vikunni mannsins sem hún segir að hafi gert Hvíta húsið að heimili. 

Wilson Jerman hóf störf í Hvíta húsinu árið 1957 þegar Dwight D. Eisenhower var forseti og lauk störfum árið 2012 þegar Barack Obama var forseti. 

Bush Hager bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hvíta húsinu þegar faðir hennar var forseti á árunum 2001 til 2009. 

„Hann var yndislegur,“ sagði Bush Hager um Jerman í þætti sínum The Today í gær. „Þetta er áhugavert, því fólk segir „Hvernig var í Hvíta húsinu, leið þér eins og þú værir heima?“ en ástæðan af hverju mér leið eins og ég ætti heima þar var fólk eins og hann,“ sagði Bush Hager. 

Jerman lést vegna kórónuveirunnar 16. maí, 91 árs að aldri. 

Forsetafrúin fyrrverandi, Michelle Obama, tók í sama streng og Bush Hager í tilkynningu til CNN og fleiri fjölmiðla í vikunni. 

„Með góðmennsku í fyrirrúmi gerði Wilson Jerman Hvíta húsið að heimili, svo áratugum skipti fyrir forsetafjölskyldurnar, þar á meðal okkar,“ sagði Obama. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson