Tóku sér pásu eftir meðferðina

Scott Disick og Sofia Richie tóku sér pásu.
Scott Disick og Sofia Richie tóku sér pásu. mbl

Raunveruleikastjarnan Scott Disick og fyrirsætan Sofia Richie settu samband sitt á pásu á meðan Disick fór í meðferð. Dvöl Disick á meðferðarheimilinu var stutt en þau hafa þó ekki tekið upp þráðinn síðan.

„Scott og Sofia eru enn í pásu á meðan Scott tekur sig meira á. Hann er á ágætum stað núna en er að reyna að láta sér líða betur og einblína á vinnuna sína, en hann þarf að sanna sig,“ sagði heimildarmaður UsWeekly

Fyrr í vikunni voru sögusagnir á kreiki um að þau væru alveg hætt saman, þar sem Richie dvaldi heima hjá öðrum manni.

Disick fór í meðferð í Colorado fyrr í þessum mánuði. Hann yfirgaf þó meðferðarstöðina nokkrum klukkutímum seinna eftir að myndum af honum var lekið í fjölmiðla. Hann hefur glímt við áfengis- og vímuefnafíkn síðustu ár, en samkvæmt heimildum Us Weekly hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á hann og í þetta skiptið var hann ekki að leita sér hjálpar vegna fíknar sinnar. 

„Í byrjun sóttkvíarinnar leið Scott mjög vel og hann stóð sig vel, var heilbrigður og jákvæður. En sóttkvíin hefur tekið sinn toll af honum og rifið upp gamlar tilfinningar sem hann hefur ekki tekist á við,“ sagði heimildarmaðurinn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Leyfðu listhneigð þinni að njóta sín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Leyfðu listhneigð þinni að njóta sín.