Lækjargötu lokað vegna auglýsingar með Steinda

Steindi jr. ásamt fjölmenni fyrir framan Stjórnarráðið í Lækjargötu fyrr …
Steindi jr. ásamt fjölmenni fyrir framan Stjórnarráðið í Lækjargötu fyrr í dag, en þar stóðu yfir upptökur fyrir auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið. mbl.is/Þóra

Lækjargötu var í morgun lokað vegna upptöku á auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið, en mikið var um að vera í götunni og mátti þar sjá meðal annars slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og mikið fjölmenni í hlaupaskóm.

Fjöldi slökkviliðs- og sjúkrabíla var í Lækjargötunni.
Fjöldi slökkviliðs- og sjúkrabíla var í Lækjargötunni. mbl.is/Þóra

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum verður Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi jr., líklegast í forgrunni í auglýsingu þessa árs. Með honum í Lækjargötunni að hlaupa eru svo slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, fjöldi barna og annarra borgarbúa.

Upptökur áttu sér stað fyrir framan Stjórnarráðið þegar blaðamann mbl.is bar að garði.

Hlaupið í Lækjargötunni fyrir nýja auglýsingu Reykjavíkurmaraþonsins.
Hlaupið í Lækjargötunni fyrir nýja auglýsingu Reykjavíkurmaraþonsins. mbl.is/Þóra
Slökkviliðsmenn verða væntanlega sýnilegir í nýju auglýsingunni.
Slökkviliðsmenn verða væntanlega sýnilegir í nýju auglýsingunni. mbl.is/Þóra
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Innst inni þráirðu tilbreytingu, ævintýri og jafnvel flutning til annars lands. Skoðaðu alla möguleika og farðu að undirbúa framtíðina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Innst inni þráirðu tilbreytingu, ævintýri og jafnvel flutning til annars lands. Skoðaðu alla möguleika og farðu að undirbúa framtíðina.