Var heimilislaus en staðgreiddi milljarða fasteignir

Ed Sheeran hefur grætt vel á tónleikaferðum sínum. Hér er …
Ed Sheeran hefur grætt vel á tónleikaferðum sínum. Hér er hann á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran var eitt sinn heimilislaus en hefur nú varla tölu á fasteignum sem hann á. Heimildarmaður The Sun segir Sheeran ekki skulda neitt í þeim fasteignum sem hann á. Eru fasteignir hans metnar á 57 milljónir punda eða um tíu milljarða íslenskra króna. 

Sheeran er sagður hafa staðgreitt fasteignir sínar. Hann á svo mikið af peningum að það var óþarfi fyrir hann að taka lán fyrir eignunum. Sheeran borgaði meðal annars fjórar milljónir punda fyrir fimm eignir til að búa til stóra landareign í Suffolk á Englandi en þar ólst Sheeran upp. Auk þess á hann 22 eignir í London. Sumar eignir Sheerans eru skráðar á félag í hans eigu en aðrar eru á hans nafni. 

Ed Sheeran á Íslandi.
Ed Sheeran á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimildarmaðurinn segir að það hafi verið ástæðulaust fyrir Sheeran að taka fasteignalán þar sem hann átti peningana til. 

„Sumt fólk bindur peningana sína svo það þarf að taka lán en Ed á stafla af peningum í bankanum svo það var ekki engin ástæða til að láta bankann græða peninga á því að lána peningana,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Fasteignaveldi Sheerans er sérstaklega áhugavert fyrir þær sakir að ekki er lengra síðan en rúm tíu ár að tónlistarmaðurinn var heimilislaus eða á árunum 2008 til 2010. Sheeran átti ekki fast heimili þegar hann var að koma sér á framfæri í London. Hann svaf meðal annars nálægt Buckingham-höll og á lestarstöðvum. Hann svaf þó ekki bara á götunni.

„Ég vissi hvar ég gat fundið rúm á ákveðnum tíma á nóttunni og ég vissi að ég gat hringt hvenær sem var til að fá gólf til að sofa á. Það hjálpaði að vera félagslyndur. Drykkja hjálpaði,“ skrifaði Sheeran í bókinni Visual Journey.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.