Svona litu Kryddpíurnar út fyrir frægðina

Á myndinni má sjá þær Mel C, Geri, Emmu, Victoriu …
Á myndinni má sjá þær Mel C, Geri, Emmu, Victoriu og Mel B. Skjáskot/Instagram

Kryddpían fyrrverandi Geri Horner, eða Geri Halliwell eins og hún hét áður, birti gamla mynd á Instgram sem sýnir hvernig stúlkurnar í sveitinni frægu litu út árið áður en frægðin bankaði upp á. Stúlknasveitin var stofnuð árið 1994 en sló fyrst almennilega í gegn tveimur árum síðar. 

Við myndina skrifaði Geri skrifaði að myndin hefði verið tekin æfingu í Surrey á Englandi. Stúlkurnar æfðu bæði lög og dansspor vel áður en þær gáfu út sinn fyrsta smell, Wannabe, árið 1996. 

Á myndinni sem Geri birti má sjá þær Mel C, Geri, Emmu, Victoriu og Mel B fyrir 26 árum. Kryddpíurnar komu allar saman fyrir tveimur árum og birtu mynd af sér á samfélagsmiðlum. Töluverður munur er á þeim á þeirri mynd og myndinni sem tekin var árið 1994. 

Mynd af endurfundum Kryddpíanna frá árinu 1998.
Mynd af endurfundum Kryddpíanna frá árinu 1998.
View this post on Instagram

1994 “ we’re gonna make it happen! “ 🎶 rehearsing -Trinity studios Surrey. 😌

A post shared by geri (@therealgerihalliwell) on May 21, 2020 at 1:24pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.