J. K. Rowling gefur út nýtt ævintýri

JK Rowling gefur út nýtt ævintýri.
JK Rowling gefur út nýtt ævintýri. AFP

Rithöfundurinn J. K. Rowling kom aðdáendum sínum á óvart í dag þegar hún tilkynnti að hún ætlaði að gefa út barnabók. Bókina ætlar Rowling að gefa út, kafla fyrir kafla, á vefsíðu sinni. BBC greinir frá.

Ævintýrið ber nafnið The Ickabog og er fyrsta barnabók hennar sem gerist ekki í söguheimi galdrastráksins Harry Potter.

Bókina skrifaði Rowling fyrir meira en áratug fyrir sín eigin börn en hefur ákveðið að dusta rykið af henni í heimsfaraldrinum. 

Sagan er „fyrir börn í útgöngubanni, eða jafnvel fyrir börn sem eru komin í skólann á þessum fordæmalausu tímum,“ sagði Rowling í tilkynningunni. 

Kaflar úr The Ickabog munu birtast á vef bókarinnar, TheIckabog.com, daglega klukkan 15 frá og með deginum í dag til 10. júlí. 

Rowling sagði að hún hefði upphaflega ætlað að gefa út bókina eftir að sjöunda og síðasta bókin í Harry Potter-seríunni kom út árið 2007. Hún ákvað hins vegar að taka sér pásu frá því að gefa út bækur og handritið safnaði ryki á háaloftinu hjá henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant