Tónleikar Skímó færðir fram til 26. júní

Afmælistónleikar Skítamórals fara fram í Hörpu í júní.
Afmælistónleikar Skítamórals fara fram í Hörpu í júní. Ljósmynd/Aðsend

Afmælistónleikar hljómsveitarinnar Skítamórals verða haldnir í Hörpu 26. júní. 

Hljómsveitin ætlar á þessum stórtónleikum að fagna 30 ára starfsafmæli og þar mun sveitin spila öll sín vinsælustu lög og spila þau nákvæmlega eins og um risa sveitaball væri að ræða.

Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram 9. maí en vegna kórónuveiruheimsfaraldursins neyddust þeir til að færa tónleikana fram í júní. Tónleikarnir áttu að fara fram 16. júní en hafa nú verið færðir til 26. júní. 

Eldborgarsalnum verður skipt í svæði miðað við gildandi hámarksfjölda sem líkur eru á að verði a.m.k. 500 manns á þessum tíma. Inngangar í salinn verða aðgreindir fyrir mismunandi hópa og sömuleiðis salerni og veitingasala. Nokkur skilgreind svæði verða í boði fyrir þá sem óska eftir að fá sæti með tveggja metra fjarlægð. Allir áður keyptir miðar munu gilda áfram.

Miðasala fer fram á Harpa.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson