Er komin með nóg af brjóstastækkuninni

Chrissy Teigen er á leiðinni í aðgerð.
Chrissy Teigen er á leiðinni í aðgerð. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen er komin með nóg af brjóstastækkuninni sem hún fór í um árið og ætlar að láta fjarlægja fyllinguna. Teigen greindi frá fyriráætlunum sínum á Instagram eftir að það vakti athygli aðdáanda að hún fór í kórónuveirupróf. 

Teigen útskýrði að hún væri á leiðinni í aðgerð og þess vegna hafi hún farið í kórónuveiruprófið. Ekki er að heyra á Teigen að hún sjái eftir brjóstastækkuninni. Stærri brjóst voru góð í mörg ár en tímarnir hafa breyst og hún eignast tvö börn. 

„Þau hafa verið frábær í mörg ár en nú er ég komin yfir þau,“ skrifaði Teigen um brjóstin sín. „Mig langar til að renna upp kjól í minni stærð, liggja á maganum án óþæginda! Ekkert stórmál! Svo ekki hafa áhyggjur af mér. Ég er góð. Ég verð enn með brjóst, þau verða bara fita. Sem er nákvæmlega það sem brjóst eru til að byrja með. Heimskulegir, kaftaverkapokar af fitu.“

Fyrirsætan viðurkenndi brjóstastækkun í fyrsta sinn í viðtali í mars. Þá sagði hún að hún vildi fyllinguna úr líkama sínum svo nýjustu fréttir af henni koma ekki aðdáendum á óvart. Hún fór ekki í brjóstastækkunina til að fara upp um skála­stærð held­ur til að gera brjóst­in stinn­ari og hring­laga.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.