Katrín uppgefin eftir brotthvarf Harry og Meghan

Katrín er alltaf glöð þegar hún kemur fram fyrir hönd …
Katrín er alltaf glöð þegar hún kemur fram fyrir hönd bresku konungsfjölskyldunnar. AFP

Katrín hertogaynja birtist fólki alltaf glöð og jákvæð enda er hún gift verðandi Bretakonungi, Vilhjálmi Bretaprinsi. Í nýrri umfjöllun um hana í breska blaðinu Tatler er hún þó sögð allt annað en ánægð með aukið álag eftir að Harry og Meghan sögðu sig frá konunglegum skyldum sínum. 

Ónafngreindur vinur sagði að hertogaynjan væri ósátt við alla vinnuna sem lendir nú á henni og Vilhjálmi. 

„Auðvitað brosir hún og fer í fín föt en hún vill þetta ekki. Hún er búin á því og líður eins og hún sé föst. Hún vinnur jafn mikið og helstu forstjórar, sem þarf að nota við hvert tækifæri, án þess að búa við mörk og mara frídaga.“

Aukið vinnuálag kemur niður á fjölskyldunni en Katrín og Vilhjálmur leggja áherslu á að sinna börnum sínum sjálf. Eru Meghan og Harry sögð eigingjörn fyrir það að segja sig frá konunglegum skyldum. Hertogahjónin eru vön að fara með börn sín í skólann á morgnana en vegna anna er líklegt að þau hafi ekki tíma fyrir það þegar hefðbundið skólahald hefst að nýju. 

Harry, Meghan, Vilhjálmur, Katrín og Karl Bretaprins.
Harry, Meghan, Vilhjálmur, Katrín og Karl Bretaprins. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.