Seinfeld-stjarnan Richard Herd látinn

Richard Herd lék í 11 þáttum af Seinfeld.
Richard Herd lék í 11 þáttum af Seinfeld. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikarinn Richard Herd er látinn 87 ára að aldri. Herd var hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Seinfeld þar sem hann fór með hlutverk Mr. Wilhelm. 

Herd lést á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Hann var með krabbamein. 

Herd sló upphaflega í gegn í leikhúsi í New York en lék í sinni fyrstu kvikmynd, Hercules in New York, árið 1970. Hann lék í fleiri kvikmyndum á 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar. Hann lék í 11 þáttum af Seinfeld. 

Frétt Variety.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant