Boris æfir í hallargörðum drottningarinnar

Boris Johnson stundar æfingar í hallargörðunum við Buckingham-höll.
Boris Johnson stundar æfingar í hallargörðunum við Buckingham-höll. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur fengið leyfi frá hennar hátign Elísabetu Englandsdrottningu til þess að taka æfingar í hallargörðum Buckingham-hallar. Johnson vinnur nú upp fyrri styrk eftir að hann veiktist alvarlega af kórónuveirunni. 

Johnson hefur sést á æfingum í almenningsgörðum í London en á þriðjudag sást hann koma í Downingstræti 10 eftir æfingu í garðinum við Buckingham-höll. Samkvæmt götublöðum í Bretlandi gaf drottningin Johnson leyfi til þess. 

Hallargarðarnir veita Johnson töluvert meira næði heldur en almenningsgarðar og þar er einnig að finna tennisvöll. Undir eðlilegum kringumstæðum væru hallargarðarnir opnir fyrir ferðamönnum en vegna kórónuveirunnar eru þeir lokaðir. 

Johnson hefur einnig sést í göngutúrum með hundinn Dilyn, en þó ekki í hallargarði drottningarinnar heldur í hallargörðum Lambeth Palace, þar sem erkibiskupinn af Canterbury á heima. 

Hennar hátign Elísabet Englandsdrottning er ekki heima í Buckingham-höll um þessar mundir en hún hefur verið í sjálfskipaðri einangrun ásamt eiginmanni sínum Filippusi drottningarmanni í Windsor-kastala. 

Johnson og Elísabet myndu undir eðlilegum kringumstæðum hittast einu sinni í viku en í stað þess hafa þau spjallað saman í síma einu sinni í viku. 

Elísabet drottning gaf Johnson leyfi til að æfa í lokuðum …
Elísabet drottning gaf Johnson leyfi til að æfa í lokuðum hallargörðunum. TOLGA AKMEN
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.