Dauði Murphy enn ráðgáta

Andlát Birttany Murphy er rannsakað í heimildarmyndinni.
Andlát Birttany Murphy er rannsakað í heimildarmyndinni. WILL BURGESS

Áhugi á dauða leikkonunnar Brittany Murphy hefur aukist mikið síðustu daga en á þriðjudag kom út heimildarmynd um andlát hennar. Murphy lést 32 ára gömul árið 2009.

Murphy var vinsæl leikkona í Hollywood á sínum tíma og lék meðal annars í stórmyndunum Clueless og 8 Mile.

Dánardómstjóri í Los Angeles í Bandaríkjunum sagði á sínum tíma að andlát hennar hefði borið til vegna blöndu af lungnabólgu, járnskorts og fjölda lyfja. 

Þegar eiginmaður hennar, Simon Monjack, lést nokkrum mánuðum seinna úr bráðri lungnabólgu og blóðskorts fóru margir að efast um úrskurð dánarstjórans. 

Í heimildarmyndinni Brittany Murphy: An ID Mystery er fjallað um andlát hennar. Einblínt er á Monjack og móður leikkonunnar, Sharon Murphy, sem samkvæmt heimildarmyndinni sköpuðu fjölmiðlastorm sem bjó til fleiri spurningar heldur en svör. 

Síðasta viðtalið sem var tekið við föður Murphy, Angelo Bertolotti, er sýnt í heimildarmyndinni. Bertolotti lést árið 2019, 92 ára að aldri. Hann hélt því statt og stöðugt fram að dóttir hans hefði ekki látist af náttúrulegum orsökum. 

„Hann var mjög áfjáður í að komast að því hvað kom fyrir dóttur hans. Á tímabili vildi hann meira að segja láta grafa hana aftur upp. Því miður hafði hann ekki völd til þess, lagalega séð. Það var engin lögreglurannsókn í gangi og enginn var að biðja um það,“ sagði réttarmeinafræðingurinn dr. Cryil Wecht í heimildarmyndinni. Bertolotti réð hann til að rannsaka andlát dóttur sinnar. 

Wecht viðurkenndi að andlát Murphy var honum ráðgáta og vildi rannsaka andlát hennar betur. „Hvernig gat hún þróað með sér svona slæma lungnabólgu og svona svakalegan járnskort? Hvar í veröldinni var móðir hennar, eiginmaður hennar? Af hverju fékk hún ekki almennilega aðstoð frá heilbrigðiskerfinu? Mér fannst þetta fáránlegt. Hún átti næga peninga til að fara til læknis. Og síðan var búið að skrifa upp á sterk verkjalyf fyrir hana. Þetta var algjör ráðgáta,“ sagði Wecht. 

Frétt CNN.

Frétt Fox News.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant