Starfsstyrkir Hagþenkis 2020

mbl.is/Styrmir Kári

Starfsstyrkjum Hagþenkis 2020 til ritstarfa hefur verið úthlutað. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsti í apríl eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa og handritsstyrki vegna fræðslu- og heimildamynda. Til úthlutunar starfsstyrkja voru 16 milljónir og þrjár milljónir til handritsstyrkja.

Arndís Þórarinsdóttir
Arndís Þórarinsdóttir mbl.is/Arnþór Birkisson

Alls barst 71 umsókn um starfsstyrk til ritstarfa og þar af hljóta 27 verkefni styrk. Í úthlutunarráðinu fyrir starfsstyrki voru eftirfarandi félagsmenn; Auður Pálsdóttir, Ingólfur V. Gíslason og Kristín Jónsdóttir. 

Gunnar Pétursson
Gunnar Pétursson

Átta hlutu hæsta styrk til ritstarfa sem er 900 þúsund krónur. Þetta eru Arndís Þórarinsdóttir fyrir Á flækingi um fortíðina: Fjölskyldubók um handritaarfinn; Elín Bára Magnúsdóttir fyrir Spurningin um höfund Grettis sögu; Gunnar Þorri Pétursson fyrir Bakhtínskí búmm: Um ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi; Halldóra Arnardóttir fyrir Skarphéðinn Jóhannsson, þroskasaga arkitekts og þjóðar 1934-1970; Haraldur Sigurðsson fyrir Gerð bæjarskipulags á Íslandi á 20. öldinni og fræðin um hið byggða umhverfi; Karítas Hrundar Pálsdóttir fyrir Verkefnabók með örsagnasafninu Árstíðir; Skafti Ingimarsson fyrir Saga íslenskra kommúnista og sósíalista 1918-1968 og Þorsteinn Vilhjálmsson fyrir Betra fólk:Takmörkun barneigna á Íslandi 1900-1968.

Karítas Hrundar Pálsdóttur
Karítas Hrundar Pálsdóttur mbl.is/Kristinn Magnússon
Þorsteinn Vilhjálmsson
Þorsteinn Vilhjálmsson

Einn hlaut styrk að upphæð 750 þúsund krónur, en það er Sölvi Björn Sigurðsson fyrir MÁ – Brot úr ævi Magnúsar Ásgeirssonar.

Sölvi Björn Sigurðsson
Sölvi Björn Sigurðsson mbl.is/Árni Sæberg

Tvö hlutu styrk að upphæð 700 þúsund krónur. Það eru Gísli Sverrir Árnason fyrir Eymundur og Halldóra í Dilksnesi og Sigríður Matthíasdóttir fyrir „Og hefur Guð blessað okkur ríkulega“. Pálína Waage, athafna- og verslunarkona.

Árni Heimir Ingólfsson
Árni Heimir Ingólfsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir hlutu styrk að upphæð 600 þúsund krónur. Það eru Árni Heimir Ingólfsson fyrir Jórunn Viðar – Brautryðjandi í íslenskri tónlistarsögu (ævisaga) og Bjarni Björnsson fyrir KLAKI – gagnagrunnur um grunnorðaforða íslensku og handbók um beygingakerfi.

Fjögur hlutu styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Það eru Ágústa H. Lyons Flosadóttir fyrir Ensk-íslensk lögfræðiorðabók; Erla Dóris Halldórsdóttir fyrir Saga holdsveiki í Noregi og á Íslandi; Guðný Hallgrímsdóttir fyrir Independent Women in 18th-Century Iceland og Hjörleifur Hjartarson fyrir Hross – Bók fyrir almenning um íslenska hestinn.

Una Margrét Jónsdóttir
Una Margrét Jónsdóttir mbl.is/Arnþór Birkisson

Tvö hlutu styrk að upphæð 450 þúsund krónur. Það eru Kristján Guðmundsson fyrir Siðferði og Siðblinda og Una Margrét Jónsdóttir fyrir Silfuröld revíunnar.

Inga Sigríður Ragnarsdóttir
Inga Sigríður Ragnarsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú hlutu styrk að upphæð 400 þúsund krónur. Það eru Gylfi Gunnlaugsson fyrir Glímt við arfinn; Inga Sigríður Ragnarsdóttir fyrir Saga leirlistar á Íslandi 1930-1970, Íslenski leirinn og Paolo Turchi fyrir Grísk-íslensk orðabók.

Þrjú hlutu styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Það eru Auður Aðalsteinsdóttir fyrir Náttúra, hamfarir og tráma í íslenskum samtímabókmenntum, Halldór Guðmundsson fyrir Sagnalandið (vinnutitill) og Sóley Dröfn Davíðsdóttir fyrir Handbók um hugræna atferlismeðferð við ofþyngd.

Ein hlaut styrk að upphæð 250 þúsund krónur, en það er Elín Ósk Hreiðarsdóttir fyrir Hernámið með augum fornleifafræðinnar.

Einn hlaut styrk að upphæð 200 þúsund krónur, en það er Árni Daníel Júlíusson fyrir Agricultural growth in a cold climate. The Case of Iceland.

11 handritsstyrkir veittir

Fimmtán umsóknir bárust um handritsstyrk og hlutu ellefu þeirra styrk. Í úthlutunarráði fyrir handritsstyrki voru þrír félagmenn; Árni Hjartarson, Margét Elísabet Ólafsdóttir og Kristinn Schram. Þrjú hlutu hæsta styrk til handritsskrifa sem er 400 þúsund krónur. Þetta eru: Andri Snær Magnason fyrir Heimildarmyndina Um tímann og vatnið; Ágúst Guðmundsson fyrir Hinsta förin og Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir Uppreist manneskja.

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason mbl.is/Árni Sæberg
Ásdís Thoroddsen
Ásdís Thoroddsen mbl.is/Árni Sæberg

Þrjú hlutu styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Þetta eru: Ásdís Thoroddsen fyrir Vættir; Heimir Freyr Hlöðversson fyrir Fuglalíf og Kári G. Schram fyrir Dauðasýn í andláti. Fjögur hlutu styrk að upphæð 200 þúsund krónur. Þetta eru: Anna María Björnsdóttir fyrir Lífrænt líf; Hjálmtýr Heiðdal fyrir Leitin að réttlætinu (vinnuheiti); Kristín Amalía Atladóttir fyrir Ljúf og óneydd og Ragnhildur Ásvaldsdóttir fyrir Í skjóli fyrir vindum – Heimildamynd. Auk þess hlaut Halldóra Arnardóttir styrk að upphæð 100 þúsund krónur fyrir Rætur Þorvaldar Þorsteinssonar rithöfundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant