Daði á toppnum

Daði og Gagnamagnið fengu ekki að stíga á svið í …
Daði og Gagnamagnið fengu ekki að stíga á svið í Eurovision í ár, en þeim mun vinsælli eru þau í netheimum.

Think About Things með Daða og Gagnamagninu, sem hefði verið framlag Íslendinga í Eurovision þetta árið ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldur, hefur notið gríðarlegra vinsælda þrátt fyrir að ekki hafi orðið af keppninni.

Síðustu tíðindi af þeim vinsældum eru að það trónir á toppi spilunarlistans Shazam Discovery Top 50. Shazam er forrit sem leyfir fólki að taka upp lög á símann sinn og síminn greinir þá um hvaða lag ræðir.

Thinking About Things hefur verið flett upp sérstaklega oft, sem kemur því á þennan lista. Það þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lagið fer eins og eldur um sinu um internetið þessi dægrin í myndböndum þar sem fólk sviðsetur eins konar dans með lagið undir. Fólk heyrir tónlistina og vill vita hvaða lag þetta er.

Síðast komst útfærsla þessarar fjölskyldu á flug:

Á sama tíma og kórónuveirufaraldurinn spillti þannig fyrir þátttöku Íslendinga í keppninni sjálfri, kunna samkomutakmarkanir að hafa átt sinn þátt í að þessi tegund myndbanda hafi orðið til, sbr.:

Ítalir og Bretar hafa verið að „shazam-a“ laginu mest, þ.e. fletta því upp. Shazam Top Discovery 50-listinn er á Apple Music veitunni og virðist stökkpallur fyrir frekari afrek í flóknum algrímsskilyrtum veruleika spilunarlistanna. Þannig hóf hið ógnarvinsæla lag „Dance Monkey“ sinn glæsta feril á listanum, og hélt velli í sex vikur í röð, þar af eina á toppnum.

Listinn mælir ýmsa þætti, eins og mjög öran vöxt vinsælda á stuttum tíma, en mælir ekki með beinum hætti fjölda uppflettinga. Það gerir Global 200 Shazam. Þar stökk Daði upp í 123. sæti í vikunni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.