Sparkaði fárveikum eiginmanninum

Megan Fox og Brian Austin Green.
Megan Fox og Brian Austin Green. AFP

Leikarahjónin Brian Austin Green og Megan Fox eru að skilja eftir tíu ára langt hjónaband. Fólk sem þekkir til er sagt brjálað út í Fox að því fram kemur á vef Page Six en þetta er í annað skipti sem hún hættir með leikaranum. 

Green fékk einkenni á við heilablóðfall í lok árs 2014. Hann gat varla hreyft sig og var rúmfastur í sex mánuði. „Hann gat eiginlega ekki lyft höfði,“ sagði heimildarmaður. Á sama tíma eða vorið 2015 fór Fox frá Los Angeles til New York til þess að taka upp myndina Teenage Mutant Ninja Turtles: Out of the Shadows. Heimildarmaður sagði að þegar hún kom aftur til Hollywood hafi hún viljað skilja við hann og sótti um skilnað í ágúst 2015. 

Hjónin byrjuðu þó saman aftur og eignuðust þriðja barnið saman. Er Green sagður hafa lagt mikið á sig til að ná bata og byggja hjónabandið upp aftur. Fox hins vegar hætti aftur með Green fyrr á þessu ári. Fólk sem þekkir til er ekki búið að gleyma hvernig Fox fór með Green síðast á einu erfiðasta tímabili í lífi sínu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.