Allen segir eiginkonu sína hafa breytt sér

Woody Allen og eiginkona hans, Soon-Yi Previn, árið 2005.
Woody Allen og eiginkona hans, Soon-Yi Previn, árið 2005. REUTERS

Leikstjórinn umdeildi Woody Allen opnaði sig um sambandið við eiginkonu sína í viðtali við Mail on Sunday. Hinn 84 ára gamli Allen neitar enn að hafa áreitt ættleidda dóttur sína, Dylan Farrow, þegar hún var sjö ára en viðurkennir þó að ástarsambandið við dóttur barnsmóður hans hafi litið undarlega út. 

„Ég viðurkenni að það var ekki rökrétt þegar samband okkar hófst,“ sagði Allen um samband sitt og eiginkonu sinnar, Soon-Yi Previn. „Á yfirborðinu litum við út fyrir að vera órökrétt par. Ég var mun eldri og hún var ættleitt barn.“

Allen segir að fyrir umheiminum hafi sambandið litið illa út, að hann væri að nýta sér hana sem eldri maður og hún væri að nýta sér hann fyrir það sem hann átti. Það var hins vegar ekki staðan að sögn Allen. Allen og eiginkona hans byrjuðu saman snemma á tíunda áratugnum og giftu sig árið 1997. Previn er ættleidd dóttir leikkonunnar Miu Farrow. „Áður fyrr var ég alltaf með leikkonum en einhverra hluta vegna virkaði það með Soon-Yi.“

„Mín skoðun hefur alltaf verið sú að ástarsambönd virka ekki. Sem er ástæða þess að fólk heldur fram hjá. En svo getur þú kvænst, skilið, kvænst, skilið eða farið út með 56 manneskjum og ef þú ert heppinn gætir þú fundið þá einu réttu og það gerðist í mínu tilfelli.“

Allen er þekktur fyrir sérvisku en segir að hann hafi ekki þurft hjálp fagfólks í mörg ár og þakkar meðal annars hjónabandinu. Hann segist hafa róast eftir að hann kvæntist. Hann fer þó enn ekki í gegnum göng og kann hvorki vel við lítil rými né lyftur. 

Woody Allen er kvæntur maður.
Woody Allen er kvæntur maður. AFP

„Hún er lítið fyrir jazz og íþróttir og ég er lítið fyrir suma sjónvarpsþættina sem hún horfir á. En við erum sammála um það sem skiptir máli, barnauppeldið, hvar við viljum búa og hvernig við komum fram við hvort annað,“ sagði Allen þegar hann var spurður út í það af hverju hjónabandið hefur gengið vel. 

„Við ættleiddum tvö börn. Að vera faðir skipti mig miklu máli. Við skemmtum okkur vel. Báðar stelpurnar okkar eru í háskóla núna. Ein er í Kaliforníu en önnur er í listaháskóla í New York. Soon-Yi breytti mér. Hún fær mig til að fara út fjórum til fimm sinnum í viku.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant