Friðrik mikli og Friðrik litli

Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og Friðrik Róbertsson, Flóni, rappari, hittust …
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og Friðrik Róbertsson, Flóni, rappari, hittust á Port 9 í síðustu viku. mbl.is/Snorri

Tveir karlar finnast á öldurhúsi og gefa sig á tal hvor við annan. Það þurfa ekki að vera tíðindi, nema auðvitað þeir séu báðir þjóðþekktir menn og hvor tveggja heiti Friðrik. 

Nákvæmlega það gerðist síðasta laugardag á Port 9 í miðbæ Reykjavíkur. Þar vatt málum svo fram að Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri fékk sér sæti við sama borð og Friðrik Róbertsson rappari, öllu betur þekktur sem Flóni.

Þeir tóku tal saman og ræddu um daginn og veginn en samskiptin einkenndust þó ekki af því stórkarlalega hjali sem oft er viðhaft þegar frægur hittir frægan. Þar réði ekki nauðsynlega botnlaus hógværð og lítillæti, heldur öllu fremur gagnkvæm vanþekking þeirra á afrekum hvors annars: Þessir tveir stórfrægu Friðrikar báru engin sérstök kennsl á hvor annan.

Friðrik Þór Friðriksson vissi ekki hver Flóni var og Flóni vissi ekki hver Friðrik Þór var. 

Þetta tvíblinda eðli samræðnanna var gegnumgangandi og þær gátu farið fram alls kostar án þess að fram kæmi að hvor tveggja mannanna væri heimsfrægur á Íslandi. Sjónum var í stað þess beint að öðrum hversdagslegum viðfangsefnum, svosem því að Friðrik yngri væri KR-ingur, sem gladdi Friðrik eldri, sem sjálfur er Framari en einnig stofnandi knattspyrnufélagsins Árvakurs, þar sem saman komu meðal annars Framarar og KR-ingar.

Eftir drykklanga stund fór hvor sína leið fróðari um hvaðeina en með öllu ómeðvitaður um að hann hafi verið að tala við einn frægasta Friðrik landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason