Vilja ekki fara í fangelsi á sama tíma

Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli vilja ekki fara …
Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli vilja ekki fara í fangelsi á sama tíma. AFP

Leikkonan Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli vonast til þess að þeim verði ekki stungið í fangelsi á sama tíma. Loughlin og Giannulli játuðu sekt sína fyrir dómara í háskólasvindlsmálinu í síðustu viku og eiga yfir höfði sér 2 og 5 mánaða fangelsisdóm. 

„Lori og Moss vilja ekki vera í fangelsi á sama tíma. Ein ástæðan er sú að þrátt fyrir að dætur þeirra séu orðnar fullorðnar, þá vill Lori að annað foreldrið sé til staðar fyrir dæturnar. Lori hugsar mest um Isabellu og Oliviu Jade,“ sagði heimildarmaður Us Weekly.

Dætur Loughlin og Giannulli eru 20 og 21 árs gamlar. Foreldrar þeirra játuðu á sig að hafa greitt háar upphæðir til að koma þeim inn í University of South California. Hjónin sögðust upphaflega vera saklaus og héldu sakleysi sínu fram í meira en ár. Eftir 13 mánaða málaferli játuðu þau syndir sínar 21. maí. 

Þótt ekki sé búið að dæma í málinu hljóðar dómurinn upp á tveggja mánaða fangelsi fyrir Loughlin og 5 mánaða fangelsi fyrir Giannulli. Loughlin er gert að greiða 150 þúsund Bandaríkjadala sekt og inna af hendi 100 tíma af samfélagsvinnu. Giannulli þarf að greiða 250 þúsund Bandaríkjadala sekt og inna af hendi 250 tíma af samfélagsvinnu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.