Níræður Eastwood ekki hrifinn af afmælum

Clint Eastwood er 90 ára í dag.
Clint Eastwood er 90 ára í dag. VALERIE MACON

Stórleikarinn Clint Eastwood fagnar 90 ára afmæli í dag. Sonur hans og leikstjórinn Scott Eastwood sagði að faðir hans væri lítið gefinn fyrir að halda upp á afmælið sitt. 

Í viðtali við Access Hollywood sagði Scott að þau systkinin ætluðu samt sem áður að halda upp á daginn með honum. 

Feðgarnir Scott og Clint Eastwood.
Feðgarnir Scott og Clint Eastwood. mbl

„Við ætlum bara að hafa smá fjölskylduboð. Mjög rólegt, mjög hógvært. Hann er ekki hrifinn af afmælum. Hann segir eiginlega bara „Ég vil ekki halda upp á afmæli“,“ sagði Scott. 

Fjölskyldan ætlar að hafa hádegisverðarboð í dag og jafnvel bjóða upp á köku. „Hann verður örugglega ekki hrifinn af því, en við ætlum samt að gera það,“ sagði Scott.

Clint Eastwood í kúrekamyndinni The Outlaw Josey Wales árið 1967.
Clint Eastwood í kúrekamyndinni The Outlaw Josey Wales árið 1967. AFP

Clint sagði í viðtali í desember á síðasta ári að hann hugsi sjaldan um að hann sé að eldast. „Ég hugsa stundum um það, þegar ég var krakki og eyddi tíma með afa mínum sem var á tíræðisaldri og ég hugsaði „Jesús, hver í andskotanum vill lifa svona lengi?“,“ sagði leikarinn og hló.

Clint Eastwood á átta börn úr mörgum samböndum. Elsta dóttir hans er Laurie sem er 66 ára. Næst kemur Kimber, sem er 55 ára. Clint og fyrsta eiginkona hans Maggie Johnson eignuðust tvö börn saman, Kyle sem er 52 ára og Alison sem er 48 ára. Katryn, 32 ára, átti Clint með leikstjóranum Jaclyn Reeves en hún er einnig móðir Scott sem er 30 ára. 

Hann á svo dótturina Francescu, 26 ára, með leikkonunni Frances Fisher og dótturina Morgan, 23 ára, með Dinu Ruiz.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.