Gömul nektarmynd af Aniston á uppboði

Jennifer Aniston birti myndina, sem ljósmyndarann Mark Seliger tók, á …
Jennifer Aniston birti myndina, sem ljósmyndarann Mark Seliger tók, á Instagram-síðu sinni. Skjáskot/Instagram

Árið 1995 sat leikkonan Jennifer Aniston fyrir nakin á mynd fyrir ljósmyndarann Mark Seliger. Nú 25 árum síðar er myndin komin á uppboð en markmiðið er að safna fé fyrir kórónuveirufaraldurinn. Aniston greindi sjálf frá uppboðinu á vinsælli Instagram-síðu sinni. 

Umrædd mynd er í svart hvítu og situr Aniston með krosslagða fætur og felur þannig líkama sinn. Á vef New York Post kemur fram að ljósmyndarinn hafi verið ráðinn til þess að mynda alla aðalleikarana í Vinum en sjónvarpsþættirnir voru frumsýndir ári áður. 

Aniston greinir frá því að upphæðin sem fæst fyrir myndina muni renna til stofnunar sem sér um ókeypis læknisþjónustu. Núna er verið að safna fyrir kórónuveiruprófunum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.