IceDocs haldin í annað sinn

Ungir menn njóta sumars og sólar í faðmi Guðlaugar á …
Ungir menn njóta sumars og sólar í faðmi Guðlaugar á Akranesi. Heimildarmyndahátíðin IceDocs verður haldin þar í annað sinn í júlí og verður fjöldi mynda og viðburða á dagskrá. Rax / Ragnar Axelsson

Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs verður haldin í annað sinn 15.-19. júlín næstkomandi á Akranesi og verður fjöldi mynda á dagskrá og boðið upp á fríar bíósýningar, tónleika,jóga, fjölskyldudagskrá, fjallahlaup, miðnæturbíó og fleira. 

IceDocs verður haldin í Bíóhöllinni, einu elsta kvikmyndahúsi landsins en einnig verður  viðburðum dreift um bæinn og verða þeir meðal annars haldnir í fjöru og Akranesvita. 

Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og sóttu hana m.a. erlendir blaðamenn og kvikmyndagagnrýnendur. Einnar þerra var Jessica Klang, rýnir hjá Variety, The Playlist og Sight & Sound tímaritinu og er haft eftir henni í tilkynningu að af öllum þeim dómnefndum sem hún hefði setið í, á hátíðum í Toronto, Kaíró og Vínarborg, hefði verið erfiðast að vera í dómnefnd IceDocs þar sem heimildamyndirnar hafi verið svo einstaklega vel valdar.

Fyrirkomulag dagskrár og miðasölu verður kynnt á opnum viðburði á Hlemmi Square hótelinu við Hlemm á fimmtudaginn, 4. júní, kl 17 og er full dagskrá hátíðarinnar væntanleg á næstu dögum á vef hennar, icedocs.is

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.