IceDocs haldin í annað sinn

Ungir menn njóta sumars og sólar í faðmi Guðlaugar á …
Ungir menn njóta sumars og sólar í faðmi Guðlaugar á Akranesi. Heimildarmyndahátíðin IceDocs verður haldin þar í annað sinn í júlí og verður fjöldi mynda og viðburða á dagskrá. Rax / Ragnar Axelsson

Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs verður haldin í annað sinn 15.-19. júlín næstkomandi á Akranesi og verður fjöldi mynda á dagskrá og boðið upp á fríar bíósýningar, tónleika,jóga, fjölskyldudagskrá, fjallahlaup, miðnæturbíó og fleira. 

IceDocs verður haldin í Bíóhöllinni, einu elsta kvikmyndahúsi landsins en einnig verður  viðburðum dreift um bæinn og verða þeir meðal annars haldnir í fjöru og Akranesvita. 

Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og sóttu hana m.a. erlendir blaðamenn og kvikmyndagagnrýnendur. Einnar þerra var Jessica Klang, rýnir hjá Variety, The Playlist og Sight & Sound tímaritinu og er haft eftir henni í tilkynningu að af öllum þeim dómnefndum sem hún hefði setið í, á hátíðum í Toronto, Kaíró og Vínarborg, hefði verið erfiðast að vera í dómnefnd IceDocs þar sem heimildamyndirnar hafi verið svo einstaklega vel valdar.

Fyrirkomulag dagskrár og miðasölu verður kynnt á opnum viðburði á Hlemmi Square hótelinu við Hlemm á fimmtudaginn, 4. júní, kl 17 og er full dagskrá hátíðarinnar væntanleg á næstu dögum á vef hennar, icedocs.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson